Persónuverndartilkynning fyrir skráðra einstaklinga í EES, Bretlandi og Sviss
Útgáfudagur: 3. maí 2021
UmfangEf þú ert búsett(ur) á Evrópska efnahagssvæðinu („EES”), sem nær yfir aðildarríki Evrópusambandsins, Liechtenstein, Noreg og Ísland eða ert búsett(ur) í Bretlandi eða Sviss þá lýsir þessi persónuverndartilkynning til skráðra einstaklinga í EES, Bretlandi og Sviss („persónuverndartilkynning”) hvaða persónuupplýsingum við söfnum um þig og hvernig við notum þær, með hverjum við deilum þeim og hvaða réttindi þú hefur varðandi persónuupplýsingarnar þínar. Þessi persónuverndartilkynning gildir um persónuverndarstaðla sem tengjast notkun þinni á (i) þessari heimasíðu og heimasíðum fyrir farsíma sem Alarm.com rekur, þar á meðal Alarm.com forritið („notendaviðmót”) og (ii) samansafn á þjónustu og vörum frá Alarm.com sem keyptar eru í gegnum notendaviðmót („þjónustuna”) og persónuupplýsingar sem við fáum með beinum hætti eða söfnum frá þér sem hluti af venjulegum rekstri. Skráð heimilisfang Alarm.com er 8281 Greensboro Drive, Suite 100, Tysons, VA 22102 Bandaríkin.Þjónusta Alarm.com er veitt af vottuðum þjónustuveitendum („vottaðir þjónustuveitendur”). Ef þú ert viðskiptavinur vottaðs þjónustuveitanda, verða upplýsingar þínar unnar af Alarm.com sem er vinnsluaðili og vottaði þjónustuveitandi þinn verður ábyrgur fyrir meðhöndlun persónuupplýsinga sem hann safnar frá þér og fyrir að fylgja gildandi lögum varðandi gagna- og/eða persónuvernd. Þú ættir að skoða persónuverndartilkynningu vottaða þjónustuveitandans fyrir nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu þeirra.
Notkun á upplýsingum sem við söfnumUpplýsingar sem þú veitir okkurEf þú ert eigandi, umboðsmaður eða starfsmaður vottuðu þjónustunnar getur þú látið okkur í té persónuupplýsingar þegar þú skráir þig á Alarm.com, átt í samskiptum við þjónustu okkar við viðskiptavini og átt í viðskiptum við Alarm.com.Ef þú ert núverandi eða verðandi viðskiptavinur vottaðs þjónustuveitanda þá getur þú látið okkur í té persónuupplýsingar þegar þú býrð til reikning á Alarm.com og notar notendaviðmót og þjónustu Alarm.com.Við getum notað þessar upplýsingar fyrir viðskipti okkar til að hafa samskipti við þig eða vottaðan þjónustuveitanda (ef við á) til að fara að lögum og til að vernda öryggi og heilleika notendaviðmótsins og þjónustunnar.
Við söfnum gögnum og vinnum þau fyrir hönd vottaðra þjónustuaðilaÞegar þú notar notendaviðmótin getur þú látið okkur fá persónuupplýsingar, þ.m.t. nafn þitt, heimilisfang þitt eða fyrirtækis þíns, símanúmer, netfang, stað, póstnúmer.Þegar þú notar þjónustu okkar, getur vottaður þjónustuveitandi þinn látið okkur í té ákveðnar aukalegar upplýsingar (t.d. lýsingu á einingu, stærð heimilis eða fyrirtækis, uppsetningu kerfis á heimili eða í fyrirtæki, heiti á skynjurum, tækjum eða öðrum búnaði sem er undir eftirliti Alarm.com, reikningsupplýsingar, stillingu, sjálfvirkni- og tækisuppstilling) til að sérsníða þjónustuna að þér. Alarm.com getur einnig fengið persónuupplýsingar sem þú hefur látið samstarfsaðila okkar fá, þ.m.t. neyðartengiliðaupplýsingar og upplýsingar um notendaforstillingar til að gera Alarm.com kleift að veita þjónustuna. Af þinni hálfu eða þjónustuveitanda þíns getur Alarm.com unnið persónuupplýsingar í tengslum við notkun þína á Alarm.com þjónustunni, sem felur meðal annars í sér: virkjun á öryggisbúnaði eða öðrum búnaði sem sætir eftirliti Alarm.com, notkun eða neysla á rafmagni, hita- og kæliupplýsingar, lýsing og ljósabúnaður og skrár um notkun og aðvaranir. Við fáum slíkar upplýsingar frá búnaði sem sætir eftirliti Alarm.com og frá tölvu þinni og öðrum raftækjum sem þú kannt að nota til að fá aðgang að, vafra um, hlaða niður, taka á móti og nota með öðrum hætti notendaviðmót eða þjónustu Alarm.com (hvert þeirra kallað „persónulegt tæki”) og við getum einnig tekið við og safnað slíkum upplýsingum frá þriðju aðilum. Ef þú ert núverandi notandi þjónustu Alarm.com og ef þú hefur kosið að heimila Alarm.com að koma með tilkynningar fyrir hönd hins vottaða þjónustuaðila um aðrar vörur eða þjónustu sem Alarm.com styður við sem þú kannt að hafa áhuga á, getur verið að við munum senda þér upplýsingar að beiðni vottaða þjónustuveitanda þíns.Mun vinna allar persónuupplýsingar sem fást frá vottuðum þjónustuveitendum í samræmi við samninga sem við höfum gert og getum nýtt samantekna tölfræði um notendaviðmót og þjónustu til að bæta þjónustu okkar.
Upplýsingar sem byggja á staðsetninguSumir notendamöguleikar þjónustunnar t.d. áminning um virkjun vegna staðsetningar, breytingar á hitamæli, greiningar á ökutækjum og önnur þjónusta sem byggir á staðsetningu (saman kallað „svæðisskipanir”), nota staðsetningarupplýsingar. Áður en hægt er að nota ákveðnar svæðisskipanir, verður þú að skrá þig til að virkja þá þjónustu. Til að virkja þessa notendamöguleika, munum við sjálfkrafa safna og varðveita staðsetningarupplýsingar frá persónulegu tæki þínu eða ökutæki sem þú tilgreindir og getur myndað staðsetningarupplýsingar (t.d. farsími, GPS-tæki eða ökutæki). Þessar staðsetningarupplýsingar geta falið í sér núverandi staðsetningu þína eða staði sem þú hefur heimsótt nýlega. Við getum einnig búið til söfn með þessum upplýsingum en þær verða einungis notaðar í innanhúss hjá Alarm.com og til að veita upplýsingar sem þú biður um. Ef þú vilt ekki að við söfnum og varðveitum þessar upplýsingar skaltu ekki virkja þessa notendamöguleika.
Hljóð- og myndbandsupplýsingarÞegar þú (i) skráir þig í myndbandseftirlit eða viðbótarþjónustu með myndbandseftirliti frá Alarm.com (t.d. sjónræna staðfestingarþjónustu), (ii) notar tengda dýrabjöllu, myndavél, myndskynjara eða önnur tengd tæki eða tæki sem þú berð á þér (wearables) og eru fær um að taka upp myndbönd og/eða hljóð, eða (iii) ert með tvíhliða raddþjónustu, getur þú gert okkur kleift eða ákveðnum þjónustuveitendum þriðja aðila eða miðstöð okkar (eins og hún er skilgreind hér að neðan) að taka up, vista, skoða og vinna myndbands- og/eða hljóðupptökur úr eftirlitsbúnaði þínum. Þetta getur átt við upptöku og sendingu á hluta af þessum gögnum sem hluti af tilkynningu eða greiningu á gögnum til að koma auga á hreyfingar eða önnur tilvik. Við kunnum að vinna upplýsingar úr eftirlitsbúnaði þínum til að geta sent þér viðvaranir. Þar að auki, ef þú ert með upptökueiginleika virkjaða, munum við taka upp, vinna og geyma myndbands- og hljóðupptökur úr tæki þínu og þú getur fengið aðgang að þessum upptökum. Eins og hún er skilgreind hér er „miðstöðin” þriðji aðili sem er valin af vottuðum þjónustuveitanda þínum til að fá viðvörunarmerki og til að samhæfa neyðarviðbrögð.Gagnavernd og persónuverndarlög í landi þínu geta sett ýmsa ábyrgð á herðar þér varðandi notkun þína á öryggismyndavélum, tengdum dyrabjöllum og öðrum búnaði sem getur tekið upp hljóð eða mynd. Þú (ekki Alarm.com) berð ábyrgð á að tryggja að þú farir að gildandi lögum. Til dæmis getur verið að þú þurfir að setja upp tilkynningu til að gera gestum viðvart að heimili þitt eða fyrirtæki noti öryggismyndavélar eða annan búnað sem getur tekið upp hljóð eða mynd. Alarm.com tekur enga ábyrgð á eftirfylgni þinni við þessi lög.
Upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafaÞegar þú notar notendaviðmót eða nýtir aðgang þinn að þjónustu Alarm.com með persónulega tæki þínu er ákveðnum upplýsingum safnað á sjálfvirkan hátt t.d. með smygildum. Upplýsingar um notkun Alarm.com er hægt að finna í stefnu okkar fyrir smygildi.
Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsingaVið munum aðeins safna og vinna persónuupplýsingar um þig þegar við höfum lagalegan grundvöll fyrir því. Lagalegur grundvöllur er t.d. samþykki (þar sem þú hefur gefið samþykki), samningur (þar sem vinnsla er nauðsynleg til að ganga að samningi og uppfylla samning við þig), eftirfylgni við lagalegar skyldur og „lögmætir hagsmunir.”Þar sem vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki munum við fara fram á skýlaust samþykki þitt. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er en það mun ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga þinna fram að þeim tíma.Við kunnum að vinna persónuupplýsingar þínar í samræmi við lögmætan viðskiptalegan tilgang okkar, að því gefnu að réttindi þín og frelsi haldi vægi sínu. Þú hefur rétt á að mótmæla þar sem við reiðum okkur á lögmæta hagsmuni. Vinsamlegast athugaðu að ef þú mótmælir getur það haft áhrif á möguleika okkar til að veita ákveðna þjónustu sem gagnast þér. Við vinnum persónuupplýsingar sem byggja á lögmætum hagsmunum til að:
- Verja þig, okkur og aðra fyrir hættum sem ógna öryggi með því að auka öryggi netkerfis okkar og upplýsingakerfa,
- Koma auga á og forðast svik,
- Fara eftir gildandi lögum og reglugerðum sem gilda um fagið,
- Virkja og stýra viðskiptum okkar t.d. með því að senda reikninga til vottaðra þjónustuveitenda og viðhalda notendaviðmótum, og
- Bæta notendaviðmót okkar og þjónustu með því að bæta þau, breyta þeim eða sérsníða þau að þér.
GagnamiðlunAlarm.com mun ekki deila persónuupplýsingum þínum með öðrum aðila nema:
- að því leiti sem nauðsynlegt er til að veita þér aðgang að notendaviðmótum og þjónustu Alarm.com,
- til vottaðs þjónustuveitanda þíns (einnig kallaður seljandi eða söluaðili Alarm.com), fyrirtækið sem þú notaðir til að skrá þig í þjónustu okkur,
- til miðstöðvarinnar sem er valin af vottuðum þjónustuveitanda þínum til að fá viðvörunarmerki og skipuleggja viðbrögð;
- þegar þú hefur valið að deila upplýsingum, t.d. þegar þú samþykkir notkun á ónauðsynlegum smygildum sem gestur á vefsíðu Alarm.com (sjá smygildisstefnu Alarm.com fyrir frekari upplýsingar),
- til þriðju aðila s.s. birgja, undirverktaka eða samstarfsaðila sem framkvæma þjónustu fyrir okkar hönd og er aðeins heimilað að nota lágmarksmagn upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustuna,
- eins og nauðsynlegt er í sambandi við annan löglegan viðskiptatilgang, og
- eins og nauðsynlegt er á annan hátt þegar lög fara fram á eða leyfa.
Þess að auki kunnum við að birta persónuupplýsingar þínar þegar persónuupplýsingarnar hafa verið færðar á snið sem ekki er hægt að nýta til að auðkenna þig. Það kann einnig að vera nauðsynlegt fyrir okkur að birta persónuupplýsingar þínar í tilfelli samruna o.s.frv. eða sölu á hluta viðskipta okkar til annars fyrirtækis eða aðila, í slíku tilfelli má búast við því að persónuupplýsingar sem Alarm.com safnar myndu teljast vera hluti þeirra eigna sem er seldur.
Alþjóðlegir gagnaflutningarNetþjónar okkar og fulltrúar eru staðsettir í Bandaríkjunum svo að persónuupplýsingar þínar verða fluttar til, varðveittar og unnar í Bandaríkjunum. Við reiðum okkur á lagalegar aðferðir til að flytja persónuupplýsingar þínar yfir landamæri með lögmætum hætti þ.m.t. „föst samningsákvæði” framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða „fyrirmyndarákvæði”.
Nýting á réttindum þínumRéttur til að hafa aðgang að, leiðrétta, uppfæra og eyða persónuupplýsingumÞú mátt skoða, uppfæra eða eyða ákveðnum persónuupplýsingum hvenær sem er með því að fara fylgja tenglunum á www.alarm.com á notendaviðmótið þitt og tengiliðaskrána þína. Þessar breytingar verða umsvifalaust uppfærðar í gögnum okkar. Ef þú vilt stöðva þjónustutilkynningar, getur þú gert það í gegnum notendaviðmótið. Fyrir viðskiptavini vottaðs þjónustuveitanda, munu breytingar sem þú gerir á notendaviðmóti þínu á Alarm.com eða á notendaforstillingum ekki sjálfkrafa breyta skrám vottaðs þjónustuveitanda þíns. Þú ættir að hafa beint samband við vottaða þjónustuveitandann til að gera breytingar á skrám hans.Með því að hafa samband við vottaða þjónustuveitanda þinn getur þú einnig nýtt þér eftirfarandi réttindi þín:
- Eyðingu. Þú getur beðið um eyðingu á öllum eða sumum persónuupplýsingum þínum (t.d. ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar til að veita þér þjónustuna).
- Mótmæla söfnun, takmarka notkun á upplýsingum. Þú getur beðið að notkun á öllum persónuupplýsingum þínum sé stöðvuð (t.d. ef við höfum ekki laganlegan rétt til að nota þær) eða að notkun þeirra sé takmörkjuð (t.d. ef persónuupplýsingar þínar eru ónákvæmar eða þær varðveittar án heimildar).
- Taktu upplýsingar þínar. Þú getur fengið aðgang að persónuupplýsingum þínum sem koma á sniði sem tölva getur lesið.
Ef við höfum safnað eða unnið persónuupplýsingar þínar með samþykki þínu hefur þú rétt á að afturkalla samþykki þitt á hvaða tíma sem er. Ef þú afturkallar samþykki þitt mun það ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu sem við framkvæmdum áður en þú afturkallaðir samþykkið né mun það hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga sem byggir á lögmætum vinnslugrundvelli sem krefst ekki samþykkis.Við kunnum að nota sjálfvirka ákvörðunartöku. Eins og það er skilgreind samkvæmt núverandi gagnaverndarlögum flokkast sjálfvirk ákvarðanataka sem ákvarðanir um einstaklinga sem byggja aðeins á sjálfvirkri vinnslu (þ.e. engin mannleg aðkoma) á gögnum sem hafa í för með sér lagalegar afleiðingar eða sem hafa marktæk áhrif á einstaklingana sem þær lúta að.Þú hefur rétt á að senda kvörtun hjá gagnaverndaryfirvöld í Evrópu um söfnun og notkun á persónuupplýsingum þínum. Fyrir frekari upplýsingar skaltu vinsamlegast hafa samband við gagnaverndaryfirvöld í þínu landi. Fyrir frekari upplýsingar skaltu hafa samband við gagnaverndaryfirvöld í þínu landi (sambandsupplýsingar fyrir gagnaverndaryfirvöld í EES eru fáanlegar á https://edpb.europa.eu/about-edpb/board/members_en, sambandsupplýsingar fyrir gagnaverndaryfirvöld í Bretlandi eru fáanlegar á https://ico.org.uk, og sambandsupplýsingar fyrir gagnaverndaryfirvöld í Sviss eru fáanlegar hér https://www.edoeb.admin.ch/edoeb/en/home/the-fdpic/contact.html).Við svörum fyrirspurnum sem við fáum frá einstaklingum sem biðja um að nýta persónuverndarrétt sinn í samræmi við gildandi lög. Við kunnum að biðja þig um að auðkenna þig til að hjálpa okkur við að svara fyrirspurn þinni á viðeigandi hátt.
VarðveislutímabilVið kunnum að varðveita persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér ef við höfum lagalega viðskiptalega þörf á því (t.d. til að veita þér þjónustuna sem þú biður um eða til að uppfylla lagalegar skyldur).
UpplýsingaverndAlarm.com hefur gert öryggisráðstafanir til að verjast tapi, misnotkun eða breytingum á persónuupplýsingum þínum. Við verndum t.d. persónuupplýsingar þínar með einkvæmu notendanafni og lykilorði og við verjum ákveðin viðkvæm samskipti við vefsíðu okkar með auðkenningum á netþjóni og öruggum tengingum.
Vefsíður þriðju aðilaÞér til þæginda eru ákveðnir tenglar birtir á Alarm.com vefsíðunni sem tengja við aðrar vefsíður sem lúta ekki stjórn Alarm.com. Alarm.com ber ekki ábyrgð á þeim og þessi persónuverndartilkynning gildir ekki um persónuverndarstaðla sem þessar síður eða önnur fyrirtæki sem Alarm.com stjórnar ekki, viðhalda. Alarm.com styður ekki þessar vefsíður eða síður eða þjónustuna eða vörunnar sem lýst er eða boðið er upp á eða við neitt af efninu sem er til staðar á slíkum vefsíðum eða síðum. Alarm.com hvetur þig til að leita að og lesa persónuverndarstefnu allra þeirra vefsíðna sem þú heimsækir. Þess að auki ef þú byrjar á kaupum á vefsíðu sem er tengd við vefsíðu Alarm.com, jafnvel þó að þú hafir komist á síðuna í gegnum notendaviðmót Alarm.com munu upplýsingarnar þú sendir inn til að ljúka við söluna lúta persónuverndarstöðlum rekstraraðila vefsíðunnar sem tengingin liggur til. Þú ættir að lesa persónuverndarstefnu vefsíðunnar til að skilja hvernig persónuupplýsingum sem safnað er um þig eru notaðar og varðar.
Breytingar á persónuverndarstefnu okkarVið getum breytt persónuverndarstefnu okkar hvenær sem er og við munum birta breytta stefnu hér með uppfærðri breytingardagsetningu. Ef við breytum persónuverndartilkynningunni með efnislegum hætti, munum við gefa út áberandi tilkynningu áður en breytingarnar taka gildi.
SambandsupplýsingarÞú getur haft samband við gagnaverndarfulltrúa (DPO) á
[email protected].